HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

föstudagur, 29. ágúst 2014

1940

Heiminn allan heimskan villir,
hatrið vex og dægurpexið.
Landa milli lokast sundin,
lagt er bann á frelsi manna.
Foringjarnir fjeð ei spara,
fjötra harðir vinnuarðinn;
málaliði og vítisvjelum
veröld fylla og menning spilla.
---
Kúgun aldrei lífið lagar,
leið er önnur sæmri mönnum,
frjálsra manna ,er huga heilum
heildarinnar velferð sinna. —
Þá mun birta upp bölið svarta,
batna í ári og fækka tárin.
Glaðir menn og himinn heiður
halda vörð, og blómgast jörðin.


Maríus Ólafsson

1 ummæli:

  1. Höfundurinn "Maríus Ólafsson" var borinn og barnfæddur Eyrbekkingur.

    SvaraEyða