HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

miðvikudagur, 19. nóvember 2014

Árstíðir

VOR
Vinda-æði og veðra-gný
vorsins mæðir dísin.
Velli klæðir, vermir ský,
vetrar bræðir ísinn

SUMAR
Birtu una blómin skær
búin muna friðar.
Ljóss í funa létt og tær
lækjar buna niðar.

HAUST
Björgin traustu bregða lit,
breytir raustu særinn.
Nú er haust um holt og fit,
hvíslar austanblærinn.

VETUR
Hrannir allar hafs um djúp
herða snjallan róminn.
Undir mjallar hvítum hjúp
hvíla fallin blómin.


Haraldur Ó. Briem, Stokkseyri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli