HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

laugardagur, 14. september 2024

Símon bóndi á Selfossi kvað

 


Símon bóndi á Selfossi var sagður pólitískur og slunginn áróðursmaður segir Guðmundur Stefánsson, bóndi á sextugsaldri í Flóanum sem sendi okkur eftirfarandi vísu  sem móðir hans kunni eftir Magnús Teitsson sem var Stokkseyrískur hagyrðingur.


Símon hefur beislað bæði

Bakka- og Flóamenn.

Lætur hanga á leyniþræði

lengi og marga í senn.

MT


Birt með leyfi Brim.123.is  2007



Þorleifur kvað

 Þorleifur ríki Kolbeinsson (1841-1882) var einn kunnasti ábúandi jarðarinnar á Háeyri. Hann var mjög hræddur um að menn stælu af rekanum og orti eitt sinn í tilefni af þessu, en hann var hagmæltur mjög.


 

Í Mundkoti mæna

menn á hafið græna

viðnum vilja ræna

vaskir nóg að stela

þraut er þyngri að fela

Mangi og Jón

eru mestu flón

minnstu ekki á hann Kela

Heimild: Brim.123.is 

föstudagur, 9. ágúst 2024

Lágmenningin og litadýrðin

Hin litríka lágmenning,

leiðir list og sköpun.

Visk er sú kenning,

að menn séu komnir af öpum.