HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

sunnudagur, 30. október 2016

Svo kvað Jón Hjaltalín um flóðið 1799

Æðisflóð af álgrundu,
æslur þar með kaldi,
náði lóð þá niundu
nótt er Janus taldi.

Braut alvota báran þá
bædi skip og hjalla.
Margan tjörgu meið réð á,
mikill skaði falla.

Greind á hundrað þriðja því
þyljudúr hjá vóðum,
moluðu talin ókjör í
ýmsum veiðistöðum.

Bylgjan sólgin braut og gnæfð
búðir kaupstaðanna.
Grandaði sundfoss græðgin æfð
góssi vörumanna.

Eyrar — fór á— bakka búð;
Bátsendar að mestu.
Ein þar kona lasin, lúð
lífs fékk skiptin beztu.

Þjóðin Búðir vestra við
varð því líkt að kanna,
féll að kalla hallt á hlið
húsið kramvaranna.

Sköðuðust víða hús og hey,
hér með braut af storðum;
sterkar kirkjur, gripnisgrey
gallaði og úr skorðum.

Musterið reista Hvalsness hraut
hallt á aðra síðu,
nauða veðrið nú og braut
Ness kirkju þá fríðu.

Féð, er græðir fram við gékk,
flæddi á Eyrarbakka.
Unninn sjór þar feiga fékk
fimmtíu skeifna-rakka.

En hvað þannig mæltum mið
mörg við kópa bekki;
býli svalsins skemmdi skrið,
skrásett fæ ég ekki.


Heimild: Mjölnir 3 tbl. 1953

Engin ummæli:

Skrifa ummæli