hristir faxið bjarta.
Bárufáki bylur á,
ber þó ekki að kvarta.
Drögum voð að hæsta
hún.
Háu boðagjóstin
á að troða og
öldubrún
undir gnoðabrjóstin.
Þó að báran brött og há,
brotni fyrir stafni,
leggjum næstu öldu á
enn í Drottins nafni.
Treystum guði, gögnin hans
gjarnan munu duga.
Og í báru bröttum dans
bjartan sköpum huga.
Sakar ei um úfna dröfn,
þótt eitthvað sé í vegi.
ef vér náum heim í höfn
heilu lífi og fleyi.
Bjarni Eggerts 1948
Engin ummæli:
Skrifa ummæli