HVER ER ÉG?

ÉG ER AUGA VINDSINS, OG EYRA ÞRUMUNAR, EN ÞIG SÉ ÉG EI NÉ HEYRI. ÉG ER LOGI ELDSINS OG BROTSJÓR HAFSINS. EN BÆNIR OG KVEINSTAFIR FINNA MIG EGI.

laugardagur, 24. janúar 2015

Stokkseyrarkvæði

Blikuðu segl er byrinn þandi
brunaði fley, að grýttri strönd.
Hér voru menn, í leit að landi
lúnir mjög og svefnþurfandi,
er flúið höfðu fjarlæg lönd.

Sonur Atla sigldi fleyi
silfraði jökla dagsins ljós.
Og á fögrum drottins degi,
drengur rendi hafs af vegi,
kom til lands við Knararós.

Faldaði bylgjan björtu trafi
báran kysti suðurland,
brosti jörð við bláu hafi,
blessuð sólin geislastafi,
falla lét á fjöll og sand.

Er Hásteinn hér að landi lagði
Langskip braut við insta sker,
gekk á land með glöðu bragði
grœnar flatir leit og sagði:
„Fögur er sveitin sýnist mér".

Nam svo staðar byggði bæinn
batt svo tryggð við þessa jörð
Gott var landið grænn var haginn,
gnægð af fiski' er réri á sæinn
og hvergi sáust blásin börð.

Við náttúrunnar nægta brunna
nærðust dýr, og fólkið hans.
Aðrar leiðir lítið kunnar,
lika þaðan stoðir ruunar,
undir sæld hins mæta manns.

Hver sem gleymir gróðri jarðar
gengur blindur sína leið.
Landnemanna hendur harðar
héldu um pál, og reku, marðar,
þá í lófa sáran sveið.

Þróttlaust starf og augun opin
ekki fyrir tímum gleymt.
Vissu að þyrstum svalar sopinn
sáu að bergið meitlar dropinn
og í moldinni er gullið geymt.

Starfsins hönd og styrkur hugur
stritaði hér um þúsund ár.
Hjálpaði vilji, drengskaps dugur,
drottinn góður, almáttugur
gaf og tók, — og græddi sár.

Höfundur kvæðisins, Sigurður Ingimundarson

frá Stokkseyri.